Kosning utan kjörstaðar - útstrikanir...

Fór í Laugardalshöllina í dag og kaus ásamt dóttur minni. Kosningin gekk vel fyrir sig; 10 kjörklefar í boði og þeir sem þarna tóku á móti fólki voru ljúfir og elskulegir.

Það vakti athygli mína, að þegar kosið er utan kjörstaðar, þá eru engir nafnalistar sjáanlegir. Einungis er boðið upp á stimpla með bókstöfum framboðanna.

Þegar út var komið spurði ég starfsmanninn sem sinnti mér hvort ekki væri hægt að strika út af listunum nöfn. Jú, hún sagði það hægt. Ég ætti að skrifa nafn þess sem ég vildi ekki sjá á listanum, sem ég ætlaði að kjósa og strika síðan yfir nafnið. Hún bauð mér að kjósa aftur. Ég þáði það ekki.

En bíðum nú aðeins við. Eigum við þá að muna öll nöfnin áður en við göngum til kosninganna. Það getur verið gott að fá að virða fyrir sér nafnalistann svona rétt áður en maður krossar við það sem maður ætlar að kjósa. Aldrei að vita nema maður skipti um skoðun.

Þetta er klaufalegt hjá kjörstjórn að standa svona að málum. Það ætti ekki að vera neitt mál að afhenda fólki blað með nöfnum frambjóðenda í því kjördæmi sem það á lögheimili í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband