Villandi fyrirsögn á frétt...

Fyrirsögn þessarar fréttar er afar villandi. Hún segir að 20% af þeim sem hafa flensu séu á gjörgæslu. Þegar fréttinn er lesin þá kemur í ljós að sú er ekki raunin heldur eru 20% þeirra sem liggja á gjörgæslunni með flensuna.

Með öðrum orðum; einn af hverjum fimm á gjörgæslunni er sjúklingur með flensu. Það er allt annað mál.


mbl.is 20% flensusjúklinga á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þetta er reyndar ekki alveg rétt hjá þér.

"Farsóttarnefnd Landspítala segir að það veki athygli hve hátt hlutfall sjúklinga, sem þurfa að leggjast inn vegna inflúensu um þessar mundir, leggist á gjörgæsludeildir. Á hverjum tíma séu um 20% sjúklinga með inflúensu á Landspítala á gjörgæsludeild."

20% þeirra sem þurfa að leggjast inn á spítala vegna flensu þurfa að fara á gjörgæsludeild. Hin 80% leggjast væntanlega á almennar deildir, (þá líklegast lungnadeild?) en langflestir sem fá flensuna þurfa alls ekki að leggjast inn á spítala. Fyrirsögn mbl.is er því villandi, en þín túlkun er ekki rétt heldur. Skárri fyrirsögn hefði verið "20% innlagðra flensusjúklinga á gjörgæslu".

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.10.2009 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband