Verðbólgan sígur upp á við og kaupmáttur rýrnar

Tungumálið okkar tekur sífelldum breytingum og er ekkert við því að gera. Með nýjum kynslóðum koma inn nýjar merkingar orða; orð detta út úr málinu og önnur koma í staðin.

Sumar breytingar fara verulega í taugarnar á mér. Ætla að nefna tvær í þessum pistli:

Sú fyrri kemur fram í fyrirsögn þessa pistils. Margir virðast halda að sögnin að síga þýði hreyfingu eða breytingu upp á við. Sögnin að síga þýðir að eitthvað fari niður á við; sígi niður...en ekki upp á við. Samt nota nota margir sögnina að síga í merkingunni að eitthvað hreyfist upp á við, eins og til dæmis verðbólgan. Hvimleið málvilla.

Hitt sem fer í taugarnar á mér er þegar talað er um mikið af fólki, mikið af bílum og svo framvegis. Hér á að segja margir bílar; margt fólk. Það er undantekning ef til dæmis fréttamenn fara með þetta rétt. Þeir tala allir um ,,að í bænum sé mikið af bílum og mikið af fólki" og svo framvegis.  Svo nennir enginn lengur að leiðrétta fólk þegar það talar vitlaust og benda því að hvernig betra sé að segja hlutina.

Þannig er það nú bara.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

og hver ert þú, málvillulögreglan?

kveðja dóttir þín sem er komin með leið á að láta leiðrétta sig :)

Bryndis lilja (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband