Endurtekið efni...

Enn og aftur bregðast kjörnir fulltrúar hlutverki sínu. Það skiptir engu máli hvaða stjórnmálaflokkur á í hlut. Þeir eru allir eins. Kjörnir fulltrúar virðast hugsa fyrst og fremst um sjálfa sig, flokkinn sinn og vini sína.

Upplifði það eitt sinn að sitja í skólanefnd fyrir hönd kennara. Tveir skólar voru sameinaðir í einn og staða skólastjóra var laus. Fimm sóttu um, þar á meðal fyrri skólastjórar. Báðir höfðu þeir setið í bæjarstjórn í nokkurn tíma fyrir sitt hvorn stjórnmálaflokkinn. Við upphaf fundar í nefndinni lýstu fulltrúar beggja flokka, skólastjóranna fráfarandi, því yfir að þeirra umsækjandi væri hæfastur. Ekki virtist áhugi fyrir því að ræða til hlýtar menntun umsækjenda. Á endanum fékk hvorugur stöðuna en það er önnur saga.

Það sem vakti mína athygli á þessum tíma var hvernig nefndarmenn gengu múlbundnir til fundarins. Menn héldu með sínum umsækjanda; með sínum flokksbróður! Annað var ekki til umræðu.

Þegar bæjarfulltrúar sækja um stöður í sveitarfélaginu verður að fá algerlega hlutlausan fagaðila til að fjalla um umsóknirnar og fylgja helst ferlinu til enda. Hitt er svo annað mál að skólastjórar (og prestar) eiga ekki að vera í pólítik. Þeirra starf er þess eðlis að þeir verða að einbeita sér að sínu starfi, í þágu allra barna og foreldra innan skólans, hvar í flokki sem þeir standa. Skólastjórar verða að eiga trúnað allra sem í skólanum starfa. En...þetta er mín skoðun...að fenginni reynslu.


mbl.is Meirihlutinn í Grindavík sprunginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband