Á rölti um Kaupmannahöfn í blíðunni...

Þá er ég búin að ganga 7 km í dag í Kóngsins Köben, enda ,,lappirnar" búnar eina og Kalli kallar fætur kvenna í nýja útlitsþættinum sínum á Skjá einum. Merkilegast þótti mér að ganga í gegnum Kristjaníu. Skrýtinn heimur sem er mér framandi, kannski sem betur fer.

Á leiðinni til baka gekk ég meðal annars fram hjá DUX verslun. Það er varla að maður þori að tala um svoleiðis verslanir í dag, það er eithvað svo út úr kortinu að láta sig dreyma um það að maður komi einhvern tímann til með að eignast Eggið hans Jakobsen...en ég hef alltaf sagt að það kostar ekkert að láta sig dreyma og enginn ætti að fara á hausinn á því. Nema hvað, þegar fyrir hornið á húsinu var komið ætlaði ég að skoða fleiri stóla en eitthvað brenglaðist fjarlægðarskinið hjá mér svo ég gekk á rúðuna. Ég var búin að búa mig undir að ganga á ljósastaura hérna úti, en ég átti til að gera það þegar ég var lítil...en ekki á verslunarglugga. Það kom sér vel að vera með góð gleraugu í þetta skiptið. Svona er þetta nú, alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast.

Og veðrið hérna í Kaupmannahöfn. Frábært í einu orði sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband