21.5.2009 | 22:34
Það var eins gott að ég bauðst ekki til að éta hattinn minn...
Ég lagði það á mig að vaka í gær og bíða eftir úrslitunum í ameríska Idolinu. Ég var sannfærð um að Adam Lambert myndi hafa þetta enda fannst mér hann langbesti söngvarinn í keppninni. Fékk samt eitthvað hugboð rétt fyrir úrslitin um að hann ynni ekki og það stóð heima.
Hvað ætli hafi ráðið úrslitum á endanum hjá amerísku þjóðinni? Hef tekið eftir að mikið var og er skrifað t.d. á You Tube um að hann sé ,,gay". En hverjum er ekki sama um það! Var þetta kannski baráttan milli ,,stráksins í næsta húsi" og þess sem ,,vill mála sig í framan" eins og mig mynnir að kynnirinn hafi sagt. Furðuleg framsetning hjá honum.
Ég hélt alla vegana með mínum manni allt til enda og fór afar ósátt í háttinn eftir keppnina. Var næstum búin að lofa því fyrir nokkrum vikum að éta hattinn minn ef hann ynni ekki...það var eins gott að ég gerði það ekki.
![]() |
100 milljónir kusu í American Idol |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.