13.5.2009 | 16:22
Röflað yfir litlu...
Ótrúlegt hvað menn nenna að röfla yfir litlu. Nú finnst Framsóknarflokknum sem hann eigi ákveðið fundarherbergi í húsi Alþingis. Það er einmitt þetta viðhorf stjórnmálamanna sem þarf að stoppa; að menn eigi rétt á hinu eða þessu eða eigi þetta eða hitt.
Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, gefur í skyn að flokkurinn fari stækkandi og því eigi hann að halda fundarherberginu. Eigum við ekki fyrst að sjá til með það hvort flokkurinn stækki, því þegar búið verður að jafna vægi atkvæða á milli kjördæma þá er ég hrædd um að flokkurinn minnki aftur.
Við upphaf Alþingis draga menn um sæti. Geri ráð fyrir að flestir séu sáttir við það enda ákveðið réttlæti í því. Fundarherbergjum á að úthluta eftir stærð flokkanna. Punktur og basta.
Vilja ekki flytja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Formaður framsóknarflokksins er algjört fífl! Hann vill kannski líka halda öllum spillingarhefðum framsóknarflokksins til haga af því að þingmenn flokksins muni koma sér upp spillingarsvikamyllum eins og hefðin var og þess vegna taki því ekki að taka á arfgengum spillingarvenjum framsóknarmanna. Djöfuls frekja og ekkert annað! Þetta flokksbrot á ekki neitt, þjóðin á þinghúsið, ekki framsóknarflokkurinn!
corvus corax, 13.5.2009 kl. 16:37
Þú segir að Sigmundur Davíð gefi það í skyn að flokkurinn fari stækkandi. Hann er ekki að gefa það í skyn heldur vitna í staðreynd, þ.e. síðustu kosningar. Þú segir líka að flokkurinn minnki þegar atkvæðavægi er jafnað. Framsóknarflokkurinn fékk 9 þingmenn í síðustu kosningum og hefði fengið 9 þó svo landið væri eitt kjördæmi. Reyndar munaði bara 32 atkvæðum á að flokkurinn næði inn 10 manninum.
Eggert Sólberg (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.