8.10.2009 | 09:51
Fáránlega vitlausar hugmyndir...nánast hlægilegar!
Á hvaða plánetu býr þessi snillingur; Ari Edwald? Heldur hann að við á landsbyggðinni munum koma til með að borga fyrir útgáfuna svo höfuðborgarsvæðið geti fengið blaðið frítt inn um sínar lúgur.
Við, landsbyggðarfólk, einfaldlega hættum að lesa blaðið og þá fækkar auglýsingum enn frekar þannig að útgáfunni verður sjálfhætt innan skamms.
Ég hvet þessa snillinga til að halda áfram að grafa!!
Fréttablaðið selt úti á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bryndís,
þú býrð á eyju norður í ballarhafi sem núna kallast Litla Nígería. Herra Hrun hefur haft völd og taglir á landinu í á annan tug ára (eða lengur) ! Nú er svo komið að frumbyggjar Litlu Nígeríu súpa seyðið af ofdrykkju undanfarinna ára og ganga í gegnum vítiskvalir timbraðir og illa fyrir kallaðir !
Guð blessi ´´Planet Earth'' !
Halli (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:26
Landsbyggðarfólk hefur nú val. Þið getið valið að kaupa Fréttablaðið, annað hvort í lausasölu eða áskrift. Þið getið einnig valið að kaupa það ekki. Við á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki þennan valmöguleika. Þessu er troðið inn um lúguna hjá okkur, hvort sem við viljum það eða ekki, óháð því hversu marga eða stóra miða við setjum á hurðina eða hve oft við hringjum til að afþakka þetta. Ég bý í stigagangi þar sem eru 6 íbúðir. Á hurðinni stendur að aðeins 2 vilji Fréttablaðið. Samt fáum við yfirleitt 4-6 blöð og stundum hefur fjöldinn farið upp í 9 á dag. Ég vildi að við hefðum þann valmöguleika sem nú er búið að gefa landsbyggðarfólki.
Kristinn (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 11:09
Þetta er ekkert ofboðslega flókið. Ef talin eru saman þau svæði sem nú þurfa að borga fyrir blaðið, hver ætli hausatalan sé? 1/4 - 1/3 af landinu, kannski. Hvar eru allir stóru auglýsendurnir staðsettir? Á höfuðborgarsvæðinu. Hvar vilja þeir að auglýsingarnar þeirra sjáist fyrst og fremst? Á höfuðborgarsvæðinu. Ef taldir eru saman þeir auglýsendur sem staðsettir eru utan þessa frísvæðis þá nemur heildar framlag þeirra eflaust sem nemur dropa í haf auglýsingatekna fréttablaðsins. Svona leikir snúast um peninga og þarna eru þeir að spara sér heilmikinn framleiðslukostnað með að sinna ekki svæðum sem þeir græða sára lítið á. Ég veit að littlu landsbyggðarhjörtun slá ótt og títt yfir þessari "grófu" mismunun og eflaust einhverjir sem bíða eftir að Bubbi Morthens semji lag um þetta en á endanum verða menn að átta sig á því að það er ekkert gefið að fyrirtæki nenni að eltast við smábæji út á landi sem engu skila.
Þór (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 12:18
Þetta er sjálfsagt allt rétt hjá þér Þór. En ég get fullvissað þig um það að þetta hreyfir voðalega lítið við taktföstum hjartslætti míns litla landsbyggðahjarta, mér gæti ekki verið meira sama, enda ekki séð þennan pésa síðan einhverntíma í fyrra. Þeir eru svo löngu hættir að senda hann hingað og saknar þess enginn held ég, bara minna af ruslpósti að losa sig við.
Hinsvegar finnst mér þessi setning hjá þér "það er ekkert gefið að fyrirtæki nenni að eltast við smábæji út á landi sem engu skila" allrar athygli verð og nokkuð lýsandi fyrir ýmislegt út á landi og augljóst að þar átt þú þér marga skoðanabræður.
það er ýmislegt sem öllum finnst sjálfsagt að hafa aðgang að í höfuðborginni en er alls óþekkt víða út á landi og er það helst ýmis almenn þjónusta.
Er þá ekki næst á þessum síðustu og verstu að hætta að lagfæra bágborið vegasamband og hætta að moka snjó á vetri, leggja rafmagn, bæta nettengingu og eða útvarps og sjónvarpstengingar til smábæja sem engu skila. (nema auðvitað útflutningstekjum í þjóðarbúið) Hvað finnst þér? Til hvers að vera að púkka upp á þetta vonlausa "út á landi lið"? Ha? Af hverju ekki að byggja bara almennilega blokk yfir það í borginni og flytja það síðan suður á mölina? Nú eða setja það bara í eitthvað af þessum tómu íbúðablokkum sem eru nú þegar tómar. Eru ekki dæmi um að einn maður búi í heilu fjölbýlishúsi og það fleiri en eitt dæmi?
Pældíðí.
Viðar Friðgeirsson, 8.10.2009 kl. 13:34
Þór...þakka þér fyrir að vera einn af þeim sem reynir að skella vitinu fyrir menn!
Unknown, 8.10.2009 kl. 17:31
Kristinn, aumingja þú, vá hvað lífið er erfitt hjá þér --- það er nefnilega svo erfitt að fá fréttablaðið inn um lúguna á hverjum degi, það er svo erfitt að lesa það, það er svo erfitt að henda því, það tekur svo mikið pláss............er það þetta sem þú hugsar og vorkennir sjálfum þér.
Fólk á landsbyggðinni hefur þurft að fara út í næstu verslun til að ná sér í þetta blað og ekki einu sinni alltaf með árangri. Magn blaðsins hefur nefnilega minnkað stórlega síðastliðið ár þannig að ef að maður vill ná blaðinu þá er næstum því nauðsyn að fara fyrir hádegi.
Þannig að ég held að þú ættir að fara að hugsa um aðra áður en þú talar og hætta að vorkenna sjálfum þér fyrir að hafa ekki þetta ,,æðislega“ val landsbyggðin hefur um að velja, annað hvort að hætta að NÁ sér í blaðið eða borga fyrir það.
Anna Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 08:38
Anna, ég vorkenni sjálfum mér ekkert. Ég var bara að benda á hina hlið málsins. Landsbyggðarfólk er nefnilega alltaf að barma sér og kvarta yfir því hvað höfuðborgarbúar eru vondir og hvað er erfitt að búa úti á landi. En það gleymist oft að það er líka ýmislegt gott við það að búa á smærri stöðum. Þar er t.d. yfirleitt lægri glæpatíðni, minni mengun, minna stress og margt annað gott. Það eru bæði kostir og gallar við að búa á landsbyggðini. Það er alls ekki alslæmt eins og mætti halda af því að hlusta á sumt landsbyggðarfólk. En það eru vissulega bæði kostir og gallar við að búa á höfuðborgarsvæðinu líka. Hér er alls ekki allt gott eins og sumir virðast vilja gefa í skyn.
Það er enginn neyddur til að búa úti á landi og ekki er heldur neinn neyddur til að búa í Reykjavík. Það verður hver og einn að meta kostina og gallana og annað hvort vera kyrr þar sem hann er eða flytja eftir því sem honum finnst skynsamlegast. Ef fólki finnst það alveg ómögulegt að búa úti á landi þá má það alveg flytja til höfuðborgarinnar. En ef menn velja það að vera áfram úti á landi, þá eiga þeir að hætta að kvarta yfir því hvað það er erfitt.
Kristinn (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.