17.6.2009 | 01:23
Ósannfærandi glottandi Framsókn...
Ég horfði á beina útsendingu í dag frá Alþingi þegar Sigmundur Davíð vildi ræða fundarstjórn forsenda. Háttvirtur formaður Framsóknarflokksins hagaði sér eins og fífl í þinginu og uppákoma hans var afar ósannfærandi. Ég skil vel að það hafi hlaupið í skapið á forseta þingsins en hún virtist ekki láta hann slá sig út af laginu.
Þegar ég heyrði í Sigmundi Davíð fyrir nokkrum misserum í Silfri Egils tala um skipulag borga og gömul hús þá drakk ég í mig hvert orð sem hann sagði og var honum algjörlega sammála. Nú er allur glans farinn af honum. Ég tek ekki mark á einu einasta orði sem hann segir lengur. Að horfa á hann ganga glottandi niður úr ræðustól í dag var svo kornið sem fyllti mælinn. Halda framsóknarmenn að þeir séu í einhverjum ódýrum illa æfðum farsa!
Svona uppákomur eru einhvern vegin svo taktlausar á þessum síðustu og verstu tímum. Vonandi fækkar þessum léttvægu uppákomum; hvort sem þær eru um fundarherbergi Frarmsóknar eða einhver önnur mál sem skipta engu máli þessar vikurnar.
Óásættanleg framkoma forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er langt síðan formaður Framsóknarflokksins hefur birst öðruvísi en sem kjáni? Það var að minnsta kosti fyrir daga Halldórs Ásgrímssonar sem enn í dag er toppur afleits formanns Framsóknarflokksins. Þó Sigmundur Davíð reyni af öllum mætti að toppa fígúruna.
Jens Guð, 17.6.2009 kl. 02:43
Ásta Ragnheiður er nú gömul Framsóknarfrekja. Nú uppfull af ofstæki forsjárhyggjunnar. Hún á eftir að afhjúpa vanhæfni sína enn frekar í því nýja grínhlutverki sem hún veldur ekki.
Þorri Almennings Forni Loftski, 17.6.2009 kl. 04:20
Atvinnu-Framsóknarhatarar geta ekki unnt Framsóknarflokknum að vera með einn snjallasta þingmanninn á Íslandi í dag í sínum röðum.
Menn héldu ekki vatni yfir þessum manni áður en hann gekk í Framsóknarflokkinn, en um leið og það gerðist þá sögðust menn "hafa misst trú á honum". Þvílík þröngsýni.
Framkoma hans var ekkert til að hrópa húrra fyrir þér, enda ekki hægt að ætlast til að hinir bestu pólítíkusar séu alltaf til fyrirmyndar.
Það er samt sorglegt að bloggarar skuli stíga fram og tala um skammarlega framkomu Sigmundar en ekki minnast á skrípaleikinn sem viðbrögð Ástu Ragnheiðar voru.
Ólafur Björnsson, 17.6.2009 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.