Tveir öflugir háskólar...nú erum við að tala saman!

Hugmyndin um tvo öfluga háskóla á Íslandi er góð, að mínu mati. Við verðum að fara að hugsa um það, Íslendingar, að við erum bara rúmlega 330 þúsund. Við verðum að forgangsraða og taka umræðuna um það hverju við höfum efni á og hverju við höfum ekki efni á.

Eitt af því sem við höfum ekki efni á er að vera með sex til sjö háskóla með öllu því sem fylgir hverjum og einum skóla. Því tel ég að við eigum að nota tækifærið núna og sameina háskólana. Halda áfram með háskóla- og nýsköpunarsetrin hringinn í kringum landið ásamt fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum, sem eru í nánum tengslum við háskólana.

Nú vona ég að menn og konur ræði þetta mál, nái samstöðu um það og standi þétt saman, því breytingin verður ekki sársaukalaus svona þegar til skemmri tíma er litið.


mbl.is Mæla með tveggja háskóla kerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband