Þá er skýringin komin...nú bretti ég upp ermar!

Þá er svarið við síðustu færslu komið...alla vegana að hluta til. Svarið kom nú bara úr innsta hring fjölskyldunnar.

,,Skilurðu þetta ekki ennþá", spurði hinn helmingurinn, á línunni norðan frá Króknum.

,,Nei", ég á erfitt með það", svaraði ég, enn í borg regndropanna.

,,Verðbæturnar er reiknaðar út miðað við verðbólgu síðustu tólf mánuði", minnir mig að bóndinn hafi sagt. Já ég segi ,,minnir mig" því þetta er ekki alveg mín deild að skilja þetta. Minn styrkleiki liggur í mjúku málunum; eins og því sem ég er að læra þessa mánuðina.

Ég bretti upp ermar og ákvað að rjúka í bankastjórann á Króknum og fá upplýsingar um hvers konar reikning væri skynsamlegt að stofna eins og staðan væri í dag. Og þá kemur rúsínan í pylsuendanum og ég vona að ég sé ekki að segja nein leyndarmál hér. Bankastjórinn ráðlagði mér, eða öllu heldur dætrum mínu, að hreyfa ekki reikningana fyrr en eftir næstu mánaðarmót því það sem dregið hafði verið út af reikningum þeirra kæmi aftur inn um næstu mánaðarmót. Eftir það yrði verðhjöðnun hröð og þá er eins gott að leggja peningana inn á bók með föstum vöxtum.

Það er einmitt þetta sem stelpurnar mínar ætla að gera í byrjun júní.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband