Verðhjöðnun...því þarf ég að borga bankanum??

Dætur mínar voru svo heppnar fyrir nokkrum árum að erfa smá pening eftir ömmu sína. Þessa peninga lögðu þær inn á bankabók, svokallaðan Framtíðargrunn hjá Landsbankanum. Bókin ber 7,5% vexti og verðtryggingu að auki. Verðbætur hafa lagst á höfuðstólinn mánaðarlega.

Í febrúar á síðasta ári voru verðbæturnar neikvæðar. Með öðrum orðum bankinn dró ákveðna upphæð út af reikningunum í stað þess að leggja inn á þá. Það sama gerðist nú um þessi mánaðarmót, nema hvað upphæðin var tíu sinnum hærri nú en fyrir ári.

Við þurfum hjálp til að skilja þetta á mannamáli. Við héldum að verðbætur væru til að bæta fyrir það að peningarnir rýrnuðu vegna verðbólgu. Ef verðbólgan væri 15 % þá væru verðbæturnar líka 15%. Ef verðbólgan lækkaði í 11% þá yrðu bæturnar 11%. En hvers vegna er dregið af sparifénu þegar verðbólgan lækkar? Við héldum að bæturnar yrðu einfaldlega lægri!

Hef reyndar rætt þetta við starfsfólk Landsbankans en er eftir sem áður engu nær.

Ef einhver sem skilur þetta skildi nú slysast til að lesa þetta væri gott að fá útskýringar á þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband