24.4.2009 | 12:51
Fyrningarleiðin í sjávarútvegi...er eitthvað betra í boði?
Ég þoli ekki bullið í sjálfstæðismönnum þegar kemur að sjávarútveginum. Þeir eru auðvitað að verja það að einstaklingar eigi að eiga og fara með auðlyndir þjóðarinnar. Í mínum huga hafa margir útgerðarmenn fyrir löngu fallið á prófinu og ég hvet fjölmiðla til að fara ofan í saumana á því hvernig sumir menn hafa hagað sér innan greinarinnar.
Í þorpi einu úti á landi var öllum sagt upp í einu fyrirtæki í sjávarútvegi. Þetta voru rúmlega tuttugu manns. Fyrirtækið stóð ekki vel. Eigendur þess voru hins vegar fyrir löngu fluttir suður þar sem þeir voru duglegir að fjárfesta í ýmsum lúxus. Ljótt fannst mér að heyra að þeir hefðu greitt sér háan arð eitt árið þrátt fyrir að fyrirtækið væri rekið með miklum halla. Ég hélt nú bara að það væri ekki hægt að taka stórt lán til að greiða eigendum sínum arð í taprekstri.
Nú standa öll spjór á stjórnmálamönnum enda kostningar á morgun. En það verður líka að skoða fleiri aðila og nefni ég þá til sögunnar sveitarstjórnarmenn, sérstaklega á stór Reykjavíkursvæðinu og hvernig þeim tókst með græðginni einni saman að hækka lóðarverð þannig að ennþá erfiðara var fyrir fólk að reisa sér þak yfir höfuðið. Nú standa þar heilu hverfin hálfbyggð. Ekki skemmtilegur minnisvarði það!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.