Er hægt að dunda sér á ,,Facebook" þegar maður starfar við öryggisgæslu í sundlaug?

Góður sunnudagur í dag enda veðrið gott í Skagafirðinum. Fór í sund eins og venjulega. Ætla að fá smá útrás fyrir pirring núna vegna sundlaugarinnar; þá er það úr sögunni í bili.

Í sundlauginni minni er búið að skerða þjónustu við sundlaugargesti þannig að nú opnar laugin ekki fyrr en klukkan 10:00 um helgar og lokar klukkutíma fyrr á kvöldin. Hvers vegna ætli ákveðið hafi verið að opna kl. 10:00 um helgar í stað kl. 9:00 eins og áður var? Sé það ekki fyrir mér að knattspyrnumenn myndu þola það að ráðskast væri með þeirra æfingatíma eins og gert er við þá sem stunda sund sér til heilsubótar. Ætli þá yrði ekki allt vitlaust!

Í sundlauginni minni er nettengd tölva bæði í afgreiðslu og í vaktherbergi. Ég hef hvergi séð tölvu í vaktherbergi í sundlaug og hef ég heimsótt margar laugar.  Enda er það svo að ,,öryggisverðirnir" eru ansi oft límdir við tölvuna og ,,facebook" síðan opin í afgreiðslunni. Er þetta í lagi? Verða menn ekki að sætta sig við það að starfið getur verið ansi leiðigjarnt á köflum; það þarf ekki að líða langur tími ef eitthvað gerist ofan í vatninu til að afleiðingarnar geti orðið alvarlegar.

Þjónustukönnun fór fram í vetur hér í vetur vegna sundlaugarinnar. Enn hafa niðurstöður ekki verið birtar almenningi. Heilmikið íbúaþing fór líka fram í febrúar. Enn hefur ekkert heyrst af niðurstöðum þess. Fróðlegt væri að fá niðurstöður.

,,Sveitarfélagið er að spara", sagði einhver í morgun. Gott og vel, það þarf að spara en það er hægt að framkvæma hlutina í samráði við þá sem nýta sér þjónustuna. Samráðið við íbúana er bara í orði en ekki á borði...því miður.Hluti Húnahópsins í Sundlaug Sauðárkróks í des. 07 

Hér fylgir svo mynd af Húnahópnum, þeim frábæra félagsskap. En það eru þeir sem mæta fyrstir í sund á morgnana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Þarna er ég svo innilega samála þér Bryndís mín,það er furðulegt þegar sveitafélög ætla að spara á kostnað heilsunar,þetta er eins hér á Minni-Borg,fólkið er no.6 engin þjónusta fyrir fólkið,sundlaugin opnar mjög seint og opinn stutt,unglinga meiga ekki fara í sund eftir kl.18.00 nema í fylgd fullorðar,??skrýtið kannski að því að sundlaugarfólkið er í tölvuleikjum veit ekki,en að skerða þjónustu fyrir fólki sem stundar heilbrigt líf og vill njóta þess,er skömm,en við eigum smá leik á næsta ári,kjósum ekki þá flokka sem stjórna sveitafélaginu í dag,þeir eru búnir að sýna sitt állit á fólkinu sínu,að það er til skammar,en Bryndís mín,við látum ekki einhver sveitastjórnamann skemma daginn fyrir okkur,höldum okkar striki og verður glöð og kát, notum orð Jóhönnu,okkar tími mun koma,kjósum nýtt fólk,sem vill náunganum vel. kær kveðja konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 24.5.2009 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband