Ríkisstjórnin komi sér saman um EB...

Ég kaus áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Í mínum huga er nóg komið af því sukki og svínaríi sem viðgengist hefur undanfarin ár og fáir hafa þorað að fetta fingur út í.

Kosningarnar voru ekkert spennandi vegna þess að kannanir höfðu gefið sterkt til kynna hvernig landsmenn ætluðu að kjósa. Kolbrún Halldósrsdóttir sá til þess að sigur Vinstri grænna varð ekki eins stór og hefði getað orðið. Hver ætli sé hennar ráðgjafi í pólitík?

Framsókn fékk meira fylgi en ég átti vona á. Þar kemur til dæmis Norðvestur kjördæmi sterkt inn. geri ráð fyrir að Skagfirðingar hafi kosið sinn mann úr Farmsókn og ekki skemmdi Guðmundur Steingríms fyrir í öðru sætinu. Hann verður örugglega góður þingmaður.

Sammála því að Bjarni Ben virtist yfirvegaður og rólegur yfir úrslitunum þótt ekki væri hann ánægður. Hann er ungur og á vafalaust framtíðina fyrir sér ef hann spilar rétt úr sínum spilum. Það hlýtur að vera erfitt að vera í hans stöðu, það er að segja að verða trúverðugur stjórnmálamaður og eiga svo mikilla hagsmuna að gæta á öðrum sviðum á sama tíma.

Flokkarnir í ríkisstjórn eiga að vinna saman áfram; til þess er ætlast. Vona að þeir láti ekki fjölmiðlana stjórna framvindunni. Það er ekki hlutverk fjölmiðlanna að stjórna atburðarásinni, eins og þeir reyna stöðugt að gera, heldur greina frá henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband